Velkomin(n) í nám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði

Nú gefst nýnemum kostur á að kanna hvar þeir standa ásamt því að þjálfa sig í stærðfræði áður en námið hefst í haust. Allir nýnemar hafa nú fengið tölvupóst þar sem þeir geta virkjað aðgang sinn að kennslukerfinu tutor-web. Við hvetjum alla nýnema að nýta sér þessa þjónustu.

Þátttaka ykkar mun gilda sem fyrstu verkefnaskil í Stærðfræðigreiningu I, Hagnýtri stærðfræðigreiningu og Stærðfræði N.
Til að fá skil fyrir verkefnið þarf að svara a.m.k. 20 spurningum rétt í flokkunum þremur (sjá hér að neðan), þ.e.a.s. 60 spurningum rétt í allt.
Aðrir nemendur er þó hvattir til að nýta sér þjálfunarkerfið til að auka færni sína í stærðfræði.

Leiðbeiningar

Smellið á hlekkinn sem sendur var í tölvupósti (netfangið sem þú gafst upp þegar þú sóttir um nám við HÍ) og veljið lykilorð. Athugið að sum tölvupóstkerfi geta flokkað þann póst sem ruslpóst. Ef þú hefur ekki fengið sendan aðgang sendu þá línu á nemvon@hi.is. Notendanafnið þitt er tölvupóstfangið. Þetta þarf aðeins að gera einu sinni. Þegar er búið er að stofna aðgang má nálgast æfingarnar með að fara inn á http://tutor-web.net.

Skrefin hér á eftir sýna hvernig nálgast má æfingarnar í Tutor-web kerfinu.

Skref 1. Sjáir þú notendanafn þitt efst í hægra horni ert þú þegar skráð(ur) inn. Ef ekki, smelltu þá á Log in efst í hægra horni síðunnar til að skrá þig inn.

Skref 2. Notaðu netfangið sem þú gafst upp við skráningu til að skrá þig inn.

Skref 3. Veldu Nýnemar VoN á síðunni sem nú birtist. Þessi hlekkur opnar yfirlit yfir spurningaflokkana þrjá.

Skref 4. Veldu þann flokk úr listanum sem þú vilt æfa þig í. Síðan sem þá birtist hefur að geyma spurningarnar sem þú átt að svara.

Skref 5.Til að hefja æfingu skaltu smella á 'Take a drill on this lecture'.

Skref 6. Æfingin er nú hafin! Einkunnin þín birtist niðri í vinstra horni og þú getur fylgst með hvernig hún breytist með hverri spurningu sem þú svarar. Meðaleinkunnin úr flokkunum þremur mun gilda sem verkefnaeinkunn.

Hvar stend ég?

8.5 - 10

Náir þú 8.5 - 10 í öllum flokkum ert þú á grænni grein og ert tilbúin(n) að hefja nám við VoN.

7 - 8.5

Við mælum með að þú æfir þig í kerfinu þar til þú nærð 8.5 í öllum flokkum.

Undir 7

Við mælum eindregið með að þú notir sumarið í að undirbúa þig. Hér fyrir neðan má finna nokkur úrræði sem í boði eru.

Undirbúningsnámskeið

Til þess að styrkja kunnáttu þína í stærðfræði áður en námið hefst verður þér veittur aðgangur að þjálfunarkerfinu tutor-web til undirbúnings og einnig býður sviðið upp á tvö námskeið þér að kostnaðarlausu.

Í fyrra námskeiðinu sem haldið verður 13. júní, verður nemendum veitt aðstoð við notkun þjálfunarkerfisins. Í síðara námskeiðinu, 6.-8. ágúst, verður áframhaldandi þjálfun í kerfinu og einnig verður farið yfir nokkur grunnatriði í stærðfræði. Eldri nemendur sviðsins aðstoða nýnema við dæmareikning í þessum námskeiðum.

Skráning í námskeið 13. júní

Staðsetning: VR-II (stofa kemur seinna), Hjarðarhagi 6, 107 Reykjavík
Frestur til skráningar fimmtudagurinn 11. júní

Skráning í námskeið 6.-8. ágúst

Frestur til skráningar þriðjudagurinn 5. ágúst
Staðsetning: Háskólatorg, stofa HT-102

Kennsluefni

Hér má finna drög að glærum og glósuheftum sem notuð verða í námskeiðinu Hagnýt stærðfræðigreining. Til að opna glærurnar smellið þið á Download PDF í Slide download dálkninum. Til að opna glósuheftin smellið þið á Download tutorial notes.

Inngangur að stærðfræðigreiningu Diffrun og afleiður

Frekari úrræði

Námskeið verður haldið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands 5. - 20. ágúst. kl. 16:30-19:00. Skráningarfrestur er til 5.ágúst 2014 en athugið að nemendafjöldi er takmarkaður.

Námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands

Hér er opið námskeið á vegum University of Pennsylvania sem stendur yfir í sumar. Þar má finna fyrirlestra og æfingar.Hér til hliðar eru fyrirlestrar og æfingar hjá Khan Academy sem gætu komið að góðu gagni.